SÁM 88/1558 EF

,

Bergþór í Bláfelli fór stundum á Eyrarbakka að sækja eitthvað. Eitt sinn kom hann að Bergstöðum og bað um að fá eitthvað að drekka. Á meðan pikkaði hann sýruker í móbergsklett rétt hjá bænum og sagði að þar ætti að safna sýrunni í og ef það væri gert samviskusamlega þá skyldi ábúendum á Bergsstöðum búast vel. Bergþór og bóndinn á Haukadal voru kunningjar. Bergþór bað hann að sækja sig í Bláfell og jarða sig þegar hann væri dáinn. Broddurinn úr staf hans átti að vera kirkjujárn í Haukadal. Bergþór sagði að fyrir ómakið mætti hann eiga það sem í katlinum var, en þeir fundu einungis lauf. Einn maðurinn tók eitthvað af þessum laufum. Þegar þeir komu út sáu þeir að þetta voru peningar en þegar þeir ætluðu að sækja það sem eftir var fundu þeir aldrei hellinn. Kona Bergþór hét Hrefna og hún vildi flytja frá kristnum mönnum. Hún byggði sér bæ í Hrefnubúð.

Sækja hljóðskrá

SÁM 88/1558 EF
E 67/68-69
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni, draumar, sagðar sögur, álög, smíðar, ferðalög, fólgið fé, hellar og tröll
ML 8010, mi n500, mi f455, mi n591, tmi p201, tmi p301 og tmi p341
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Árni Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
06.04.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017