SÁM 88/1565 EF

,

Axlar-Björn bjó í Öxl. Hann myrti fólk sem var á ferð, vermenn og aðra. Hann hirti af fólkinu það sem það hafði meðferðis. Niðursetningur var hjá honum sem að hét Steinunn. Eitt kvöld komu tvö systkini og báðust gistingar. Steinunn gat aðvarað stúlkuna með vísu: Ekki er gott að gista. Stúlkan skyldi þetta. Þegar pilturinn gekk út um kvöldið heyrði hún hljóðin í honum, varð hrædd og hljóp út og gat falið sig í Búðarhrauni. Hún komst undan. Þegar móðir Björns gekk með hann dreymdi hana að til sín kæmi ógurlegur maður. Hann sagði við hana hvar verkfæri væru sem hann vildi að hún gæfi syni sínum þegar hann hefði vit og þroska til að bera þau. Hún fór eftir þessu og fann öxi sem var frá landnámstíma. Einnig er sagt að þegar hún gekk með drenginn þá hafi hún orðið þyrst í mannsblóð. Varð bóndi hennar að opna sér æð og láta hana drekka svo að hún þyldi við. Þegar Björn fékk öxina var það hans fyrsta verk að ganga að hvolpafullri tík og drepa hana. Hann var líflátinn rétt fyrir ofan Hellna. Það voru brotin á honum beinin áður en af honum var högginn hausinn


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1565 EF
E 67/73
Ekki skráð
Sagnir
Fornmenn, draumar, húsdýr, húsakynni, kirkjusókn, viðurnefni, ferðalög, heyrnir, staðir og staðhættir, bein, landnám, kirkjur, sakamál, niðursetningar, barnauppeldi og verkfæri
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þorbjörg Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.04.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017