SÁM 90/2248 EF

,

Spurt hvort menn hafi oft hrapað í Njarðvíkurskriðum. Síðast gerðist það 1910. Menn voru að sækja olíu upp á Krossanes vegna þess að það var olíulaust á Borgarfirði. Þegar þeir fóru til baka fórust þeir í skriðunum. Þeir voru þrír á ferð og tveir þeirra fórust. Benedikt var einn þessara þriggja, hann var farinn að eldast og var aðeins á eftir hinum tveimur, hann sagði þeim að gæta að sér þegar þeir komu að jaðar sem var á skriðunum, hann væri hræddur um að það hlaupi. Í því kom flóðið og tók þá. Benedikt stóð eftir örstuttu frá. Hinir tveir dóu. Annar hét Björgvin en hinn Sveinn. Þetta voru ungir menn. Björgvin var rétt um tvítugt, Sveinn var um þrítugt. Það var oft erfitt að komast Njarðvíkurskriður og ekki allir sem treystu sér í þær, þurfti duglega og vana menn og þeir urðu að hafa stafi og brodda. Það er ekki árennilegt þegar er mikill snjór, jafnvel harður snjór, að fara í svona bratta og ekkert nema hengiflug fyrir neðan


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2248 EF
E 67/5
Ekki skráð
Sagnir
Slysfarir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Björgvin Guðnason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
06.01.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017