SÁM 88/1545 EF

,

Einar Magnússon bjó í Kollafirði á Ströndum. Var á hans tímum sótt mikið á Gjögur til hákarlaveiða. Hann var formaður á skipi. Hann þótti brellin maður og brögðóttur. Siður var að fara heim um páska ef að veður leyfði. Ætlaði Einar heim ásamt fleirum en hann vildi ekki að þeir færu með sér í skipi. Eina nóttina fyrir heimferðina vakna menn í verbúðinni við það að Einar lætur illa í svefn, gekk illa að vekja hann en þegar hann vaknar loksins sést hann upp og segist hafa dreymt illa og best sé að hætta við ferðina. Hann segist hafa dreymt að veðrið myndi versna á leiðinni og einnig myndu þeir hitta Kölska á leiðinni. Vegna draumsins hættu allir nema hans skipshöfn að fara með í ferðina en drauminn var hann að búa til í því skyni að fá þá til að hætta við ferðina og það tókst hjá honum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1545 EF
E 67/59
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, fiskveiðar, sjósókn, formenn, ferðalög, ýkjur, bátar og skip, verbúðir, kölski og páskar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jóhann Hjaltason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
21.03.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Má ekki birta á nokkurn hátt án leyfis Jóhanns Hjaltasonar

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 27.11.2017