SÁM 89/1934 EF

,

Draumar fyrir afla, fuglaveiði og veðri. Peningar voru fyrir góðum veiðiskap. Það skipti máli hvernig peningarnir voru. Ef heimildarmann dreymdi að hann væri að drepa mýs þá var það fyrir góðri fuglaveiði. Ef það gekk illa í draumnum og hann dreymdi kvenmann þá var það fyrir vondu veðri og illu gengi. Dauðir menn eru fyrir vondu veðri og miklum átökum. Eitt sinn dreymdi heimildarmann að hann væri staddur hjá fimm látnum vinum sínum. Þeir voru á fundi og voru búnir að gera samning sín á milli. Ekki leist heimildarmanni á fundargerðina og urðu þeir þá vondir en þetta var fyrir vondu veðri.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1934 EF
E 68/98
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar, fiskveiðar, veðurspár og fuglaveiðar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðmundur Guðnason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
02.09.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017