SÁM 94/3846 EF

,

En ég skal segja þér eitt að systir mín elsta er sjötíu ára gömul, hún les ennþá íslenskuna vel, lifir í California, giftist enskum manni, talar aldrei íslensku nema þegar hún sér okkur, pí, bara svolítið í, á íslenskunni, hún les hana ennþá og talar hana betur en ég. Og ég hef alltaf ((hann: og skrifar hana)) og skrifar hana. Og ég hef alltaf verið hér, þarsema er íslenskt fólk og ég held þáð sé af því hún lærði hana svo vel og talaði ekkert annað í mörg mörg ár, þegar hún var ung, en ég, ég held ég hafi lært íslenskuna og enskuna, máski á sama tíma. sp. En hefurðu eitthvað reynt að læra íslenskuna sérstaklega eftir að þú varðst eldri? sv. Ekki eiginlega. Maður er latur, það er þægilegra að lesa á ensku núna. Ég held það sé, það sé allt sema er, ég er bara löt...... sp. Þú varst að tala um skyldfólk þitt áðan, gerir þú mun á orðum eins og frændfólk og skyldfólk og svo tengdafólk? sv. Já. sp. Hvaða? sv. Hahaha, ég veit hvað þú ert erta, ætlar að tala um núna af því að þegar við fórum til Íslands, þá, ég, eh, bróðir Valda, ég segi að hann sé tengdabróðir minn og mér hefur sagt þúsund sinnum að það sé ekki rétt að segja tengdabróðir og tengdasystir en við brúkum það. sp. En ég hef séð að það hafa verið notað á Austurlandi líka, á Íslandi, áður en fólk fór vestur. sv. Oooó, þess vegna gerum við það líklega. sp. (áfram með skýringar á þessu). sv. Gæti verið, það voru, og eitt, eh, þegar við vorum á íslensku, Íslandi, þá, eh, þegar við kynntumst einhvur, þá sögðum við alltaf að það hefði verið indælt að mæta ukkur. sp. Jájá. sv. Hahaha og við vitum núna að það er ekki rj, góð íslenska. En við segjum þetta alltaf hérna. Ekki að kynnast, To meet you in other words. sp. En hvernig er með orð sem þú notar um bróður föður þíns? sv. Það væri Bjössi frændi, hann hafði einn bróðir hérna og það var Bjössi frændi. sp. Þú notar ekki orð eins og föðurbróðir? sv. Jú, ef ég væri að tala um hann, við einhvern sem, já, föðurbróðir minn. Jú. En það er þægilegra samt, ég held ég segja oftar systir móðir minnar, helduren móðursystir, já. sp. Eða bara frænka? sv. Eða bara frænka já. sp. En fólk sem býr eitt, er þá ekki talað um að það sé baslarar? sv. Já, hahahaha, ja, baslari, það er gott, ég veit að það er ekki rétt.... bachelor. sp. En munið þið nokkuð að það hafi verið notaðar þéringar hér, að nota þér í staðinn fyrir þú? sv. Ó, jú, jú, það var brúkað, þér, í staðinn fyrir þú, já, ég man eftir að það var brúkað. sp. Manstu nokkuð hvenær, var það þegar var talað við eitthvert sérstakt fólk? sv. Nei, ekki held ég það. sp. Og yður. sv. Ekki, nei, jú, ég heyrði það líka. sp. Var það þá kannski við prestinn? sv. Ekkert meira við prest heldur en við nokkrurn annan, held ég. Sjáðu, ég hef ekki hugsað um þetta fyrr en núna þegar þú spurðir. sp. (Um þéringar á íslensku aðeins).


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3846 EF
GS 82/3
Ekki skráð
Lýsingar
Tungumál
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Chris Árnason
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
03.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 4.03.2019