SÁM 89/1969 EF

,

Sagnir af Cochel hestamanni og kvennamanni. Hann reið vanalega á 10 hestum. Reið klukkutíma í senn á hesti og þá í einum spretti. Eitt sinn var hann staddur í Húnavatnssýslu þar sem hann var að kaupa sauði. Hann var með forystuhrút til að reka með og bundu þeir á honum punginn til að hann væri léttari. Maður varð samferða honum. Einu sinni var Cochel staddur í Miðfirðinum og þá týndi hann einum hestinum. Um morguninn kom fátækur bóndi með hestinn og var allt óhreyft á honum. Hann gaf bóndanum gull fyrir. Hann átti fullt af börnum út um allt og var nokkuð sama með hverjum hann var. Einu sinni vildi hann ekki meðganga því að hann sagðist ekki muna eftir því. Þegar hann sá hana sagði hann; Nei, er það helvítið hún Gudda. Hann kallaði allt helvíti. Hann keypti sauði fyrir 18-20 krónur. Heimildarmaður ræðir um verðlag á hestum og sauðum. Cochel skaut fiskinn þegar hann var að veiða. Hann veiddi ekki marga fiska á dag því að hann veiddi aðeins ákveðna tölu á dag. Heimildarmaður ræðir um fisksveiðar. Cochel dó á skipi og var líkinu varpað fyrir borð.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1969 EF
E 68/121
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni , kímni , hestar , húsdýr , fiskveiðar , ferðalög , tilsvör , sauðasala , útlendingar og verslun
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Magnús Einarsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
10.10.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017