SÁM 89/1735 EF

,

Heimildarmaður heyrði þó nokkuð talað um huldufólk þegar hann var að alast upp. Huldukona í barnsnauð fékk aðstoð húsfreyjunnar í Nýjabæ. Eitt sinn um sláttinn var húsfreyjan ein heima og kom þá til hennar maður og bað hana um koma með sér. Sagði hann að kona sín þyrfti á hjálp að halda þar sem að hún væri í barnsnauð. Húsfreyjan færðist undan því að fara en fór þó að lokum. Þau komu að hól einum og þar var lítill bær og fóru þau þar inn. Þar lá huldukona á gólfi og fór konan höndum um hana og gekk þá fæðingin betur. Maðurinn fylgdi konunni heimleiðis og sagði hann geta gefið henni það að launum að hún yrði nærfærin kona.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1735 EF
E 67/191
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, huldufólkstrú, ljósmæður hjá álfum, verðlaun huldufólks og nauðleit álfa
MI F200, mi f210, mi f372.1, ml 5070, tmi m31, tmi k61, tmi m351 og scotland: f106
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Einar Sigurfinnsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
01.11.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017