SÁM 90/2307 EF

,

Í Hvammslandi í Skaftártungu urðu þrír úti, tvær konur og ungur maður. Önnur konan var í seli, fór að leita að fé og lenti í útnyrðingsbyl en þeir voru taldir hætturlegustu byljirnir því þeir komu mjög skyndilega. Síðar varð systir hennar einnig úti í Hvammslandi. Hún var vinnukona og týndi þvotti. Hún ákvað að tala við foreldra sína til að athuga hvort hún gæti fengið eitthvað hjá þeim til að bæta húsbændum sínum tjónið en varð úti á leiðinni í útnyrðingshrinu. Ungi maðurinn fór frá Borgarfelli seint um kvöld í útnyrðingsveðri. Fólk reyndi að fá hann til að fara ekki en það héldu honum engin bönd. Heimildarmaður veit um fleiri sem urðu úti í Skaftártungu. Þorgerður, kona sem var af Búlandsættinni eins og áðurnefndar systur, ætlaði að jarðarför móður sinnar en þurfti að komast fljótt heim aftur vegna lítilla barna. Hún lenti í útnyrðingshrinu og varð úti í Búlandslandi. Fimmta slysið varð miklu síðar, líklega um 1913. Þá varð Bergur Bergsson frá Kálfafelli í Fljótshlíð úti í Núpshrauni. Hann var vinnumaður hjá Einari bróður sínum í Svartanúpnum og lenti í útnyrðingshrinu. Þessar sagnir heyrði heimildarmaður sem ungur maður og þær voru alkunnar í sveitinni


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2307 EF
E 70/50
Ekki skráð
Sagnir
Slysfarir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Vigfús Gestsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
15.06.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017