SÁM 89/1798 EF

,

Draumur systur heimildarmanns. Hún var einnig mjög draumspök. Faðir þeirra drukknaði 1893 og það fórust margir menn með honum. Dreymdi systurina snemma um veturinn að hún kæmi að bæjardyrunum að Bakka. Ætlar hún inn en hún sér þá að dyrnar eru fullar af fólki. Hún fer að athuga þetta betur og sér hún þetta að þetta er öll skipshöfnin á bátnum sem að faðir hennar var á. Bæjardyrnar hrundu síðan yfir þá. Öll skipshöfnin drukknaði þennan vetur. Maður systur heimildarmanns keypti oft fé fyrir Vestmanneyinga. Einu sinni ætlaði hann að fara til lands að kaupa fé og fóru þeir þrír á nokkuð stórum mótorbát. Þegar hann var að búa sig um morguninn vildi konan að hann færi í heila skyrtu en ekki bætta. Hann taldi það óþarfa því að hann ætlaði ekki að gista, en hún sagði honum það að ef hann færi í land þá myndi hann ekki koma aftur um kvöldið. Seinkun var á fénu og urðu þeir að ganga á móti mönnunum með féð. Þá var orðið ófært út til eyja og tepptist maðurinn í viku.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1798 EF
E 68/12
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, húsdýr, húsbúnaður, slysfarir, fyrirboðar, sauðasala, fatnaður, verslun og bátar og skip
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Oddný Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
19.01.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017