SÁM 89/1809 EF

,

Álagablettir í Kóngsbakkalandi og þar í kring. Ekki eru slegnir þessir blettir en það hefur þó komið fyrir. Á Ytra-Kóngsbakka er blettur sem kallast Olafíublettur. Hann má ekki slá. Einu sinni var hann sleginn og missti bóndinn 20 hross árið eftir. Hjá Innri-Kóngsbakka er eyja sem heitir Purkey. Þar er álögunum þannig háttað að bóndinn má ekki slá þar en það má lána slægjur þar. Á Kljá er hvammur sem ekki má slá en hann var einu sinni sleginn. Um veturinn þegar bóndinn fór að gefa heyið missti hann eina eða tvær kýr. Þá hætti hann að gefa heyið. En veturinn eftir fór hann að gefa heyið og varð hann að drepa eitt nautið því að það hryggbrotnaði.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1809 EF
E 68/19
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni, huldufólksbyggðir, húsdýr, álög, slysfarir og eyjar
MI F200, mi f210 og scotland: f10
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Björn Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
07.02.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017