SÁM 94/3876 EF

,

Hvernig var húsið þar sem að þú ólst upp, búskapurinn, geturðu sagt mér frá því? sv. Jú það var, það var gripabúskapur og til að byrja með var mjög lítil kornrækt. Það þurfti að hreinsa skóginn með exum, allt saman handafli, gert. Og það tók lengi að, að koma á þetta kornrækt að ráði. Svo voru mjólkaðar kýr og vinnukrafturinn á ökrunum voru hestar, ég man nú svo langt til baka að pabbi átti uxa en, en, ekki eftir að ég fór að vinna. sp. Hvað höfðuð þið af tækjum þarna? sv. Plóga, herfi og fyrir heyskapinn, sláttuvélar og hrífur og.. sp. Þið hafið kallað þetta hrífur sem var hengt aftan í hestana? sv. Vélarnar, vélin, já, rakstrarvél, líka kallað hrífur. sp. En voruð þið þá með einhver minni áhöld líka? sv. Jájá, áhöldin voru öll minni helduren er núna, miklu minni. sp. Nei, þessi handverkfæri, handhrífur? sv. Það var, það var búið að kasta handhrífunni útí buskann þegarað ég byrjaði í heyskap. En afi minn Sigfús, hann fluttist hér vestur til...., líklega árið nítján hundruð og fjögur. Ég held það hafi verið árið sem pabbi og mamma fluttu. Og afi minn, hafði ennþá nokkuð af gripum og hann heyjaði allt með orfi og ljá. Og rakaði með handhrífu. Hann brúkaði aldrei sláttuvél. Hann heyjaði í, eitthvað tuttugu til þrjátíu gripi með orfinu. sp. Var hann bara einn við þetta? sv. Já, og mér var sagt að á meðan hann var í Skógargarði við, þarsema nú er Riverton, að hann hafi slegið dag og dag fyrir nágranna sína. Ofan við það sem hann þurfti að heyja í sína eigin gripi og kindur. sp. Fékk hann eitthvað fyrir það eða var það bara? sv. Fimmtíu sent fyrir daginn. sp. Hvað ætli það hafi dugað fyrir miklu, fimmtíu sent, þá? sv. Það var svo misjafnt. Sumt var ákaflega billegt en, en annað var frekar dýrt í samanburði við, sem er nú, má heita. sp. Gengurðu lengi á skóla hér, svo? sv. Nei, ég fór bara í gegnum barnaskólann, áttunda bekk. sp. Hvað tekur þá við hjá þér? sv. Þá fór ég, fyrst var ég nú bara í fjósinu, heima hjá pabba og mömmu og svo þerég var átján ára fór ég norður á vatn, í fiskerí. Og var við það í átta ár. Vetrarfisk. Vann á, vann við búskapinn á sumrin. Svo var ég í skógarhöggi í sex ár og síðan hef ég verið við minn eigin búskap.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3876 EF
GS 82/15
Ekki skráð
Lýsingar
Búskaparhættir og heimilishald
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Brandur Finnsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
20.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.04.2019