SÁM 89/1752 EF

,

Frásögn af föður heimildarmanns. Á haustin fóru Grímseyingar að sækja vörur til Húsavíkur. Hann var stundum formaður og einn dag spurði móðir heimildarmanns hvort hann ætlaði ekki að fara þann dag, svaraði hann henni með vísu: Í norðan ljúfu leiði. Ferðin gekk vel líkt og vísan kvað um. Þegar þeir voru næstum því komnir í land fór hann með fleiri vísur; Svignar travelsönglar strengur. Eitt sinn fór faðir heimildarmanns í land og þá var ís. Móðir heimildarmanns átti von á honum til baka fyrir ákveðinn tíma en þegar hann var ekki kominn á tilsettum tíma fór hún að undrast um hann. Dreymdi hana þá að hann kæmi á gluggann til hennar og segði við hana: Illa gengur að aka mér... Hann kom heim daginn eftir.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1752 EF
E 67/201
Ekki skráð
Sagnir og lausavísur
Draumar, kveðskapur, hagyrðingar, sjósókn, aðdrættir, húsakynni, formenn, ferðalög, skáld, verslun og bátar og skip
Ekki skráð
Ekki skráð
Mælt fram
Ekki skráð
Þórunn Ingvarsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
07.12.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017