SÁM 90/2179 EF
Aldrei var minnst á Skinnpilsu en nokkrir draugar voru þarna í sveitinni. Jónas í gjánum var einn þeirra. Hann var vinnumaður í Þverárdal og eitt sinn ætlaði hann að ríða í Stafsrétt. Hann var vel drukkinn. Jónasi sinnaðist við menn á einum bænum og rauk í burtu. Í Fjósárgili lenti hann í ánni og drukknaði hann þar. Segir sagan að hann hafi haldið áfram í réttina þrátt fyrir dauða sinn. Eftir þetta telja margir sig hafa orðið varir við hann. Hesturinn komst af. En eitt sinn var fólk við heyskap og sá þá fólkið að hesturinn sem Jónas reið tók sig út úr hestahópnum og hljóp hann um eins og honum væri riðið þar til að hann datt dauður niður. Eftir það sáust þeir saman í för, Jón og hesturinn. Ef menn voru einir á ferð heyrðu þeir hringla í beisli eða að riðið var rösklega.
SÁM 90/2179 EF | |
E 69/115 | |
Ekki skráð | |
Sagnir | |
Örnefni, nafngreindir draugar, hestar, afturgöngur og svipir, slysfarir, heyrnir og göngur og réttir | |
TMI B201 | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Þórhildur Sveinsdóttir | |
Hallfreður Örn Eiríksson | |
Ekki skráð | |
18.12.1969 | |
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar | |
Engar athugasemdir |
Uppfært 27.02.2017