SÁM 90/2178 EF

,

Saga um Þorstein í Bæ, komin frá Kanada að hluta. Konu dreymdi Þorstein og þekkti hún hann á mynd sem að heimildarmaður átti af honum. Hún sagði að hann hefði komið og kynnt sig. Hann var heimsmaður. Þorsteinn var með lækningastofu án þess að kunna neitt til þeirra hluta. Þorsteinn var með danskan lækni. Sjúklingarnir fengu heit böð áður en þeir voru nuddaðir. Eitt sinn kom maður í nudd og sat þá Þorsteinn og var að skrifa sínar bókmenntir. Hann leit ekki upp en bandaði með hendinni hvert maðurinn átti að fara. Maðurinn fór ofan í baðkarið en það var mjög heitt og hljóp maðurinn um allt og út um gluggann. Hann lenti á gangstéttinni og var tekinn fastur og settur í fangelsi. Íslendingar í Winnepeg fréttu þetta og nokkrir skutu saman fé og kauptu hann út. Hann varð að fara til Íslands. Hann var heilan vetur í Reykjavík. Hann beið eftir konu sinni og hún kom um vorið. Á meðan hann beið fékk hann heimildarmann og fleiri til að vera ritarar hjá sér. Þegar konan kom fóru þau eitt sinn upp að Bæ og voru þau alltaf að kyssast á leiðinni. Hún fór síðan út og þau sáust ekki framar. Nokkrum árum seinna fór Þorsteinn til Þýskalands til að ná sér í konu en þar voru margar konur sem að áttu enga mann að loknu stríði. Þorsteinn var illa talandi á þýsku og hann fékk mann til aðstoða sig. Hann trúlofaðist fleiri en einni og hann giftist einni þeirra. Þau giftust í Kaupmannahöfn.


Sækja hljóðskrá

SÁM 90/2178 EF
E 69/114
Ekki skráð
Sagnir
Draumar , vesturfarar , æviatriði , lækningar , sakamál , ástir og þjóðverjar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Málfríður Einarsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
16.12.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Frh. á SÁM 90/2179 EF

Uppfært 27.02.2017