SÁM 94/3874 EF

,

Hvernig var þetta heima hjá þér, var alltaf töluð íslenska þar? sv. Það töluðu allir íslensku. Við töluðum íslensku jafnvel á skólanum krakkarnir. sp. En þú hefur lært ensku þá bara þegar þú fórst á skóla? sv. Já. ...... ........... ég var eini krakkinn eiginlega þegar ég byrjaði, að ganga alla leiðina, tvær mílur allt í gegnum, mest í gegnum skóg, það voru nú dýr og ýmislegt sem krakkar voru hræddir við þá. Og kuldarnir. Skólinn var ekki yfirleitt, það var ekki skóli í janúar og febrúar ....... en ég held ég hafi lært svoldið heima eftir að ég, ég fékk góðan undirbúning, ég lærði töluvert heima, þegar ég hætti á skóla. sp. Í ensku? sv. Bæði í ensku og öðru, bóklegu, og, mamma var vel að sér. Hún hefði lært bæði þýsku og ensku hjá ömmu sinni, efað hún hefði ekki, ef að amma hennar hefði ekki orðið blind. En hún var góð í dönsku, norsku og svensku. Og við, hún keypti þessi norsku blöð, þau fóru á póstinn. Hún og Jóna amma í Geysir í félagi, og mamma las það. Þú hefðir ekki, ef þú hefðir komið inn þegar hún var að lesa, þá hefðir þú haldið að hún væri að lesa í Lögbergi. Hún, var, hún þýddi það jafnframt og hún las það, það var ekkert hik á henni, það, það var alveg eins og hún væri að lesa íslensku, og hún las ljómandi vel það sem hún las. Svo það var lesið svo mikið, hún skemmti með lestri á hvurju kvöldi. sp. Hvað höfðuð þið að lesa þá? sv. Við höfðum, það voru nú blöð og svo eftir að bókafélagið byrjaði hérna, þá voru alltaf fengnar bækur og næstum því vikulega. Og hún las eftir að hún var veik hérna sat hérna hjá mér. Ég hafði stól handa henni og ég lét búa til borð úr rusli sem ég hafði sem var mátulega hátt og bókin var mátulega langt frá henni, ..... fyrstu þrjú árin eftir að hún fékk slagið ..... ...... .allar bækurnar ....... og hún sat og gat lesið........ En hún gat talað ........... og allir voru svo góðir að hjálpa okkur að það var alveg, það hefði verið erfitt ef fólkið hefðir ekki verið eins gott og, gott við mann það sem var og, hjúkrunarfólkið á hospitalnum, hún var tekin inn þar. Skildi nú ekki ensku, og það var allt enskt eða talaði ensku og það var oft svo gott, við þau bæði. sp. Lærði móðir þín aldrei ensku? sv. Nei, það var ekki þægilegt, sérstaklega af því hún heyrði svo illa og svo var hún íslensk, allir töluðu íslensku. Pabbi lærði hana ekki heldur. Hann byrjaði nú svoldið á því en, það var svo, ........tíma, að þegar menn voru að segja hinum til að þeir sögðu þeim þá eitthvað, að segja eitthvað sem var ekki gott að segja. Þeir misstu kjarkinn. Það kom stundum fyrir, það var í fleiri dæmum. Pabbi ..... aldrei upp. sp. Nú hefur hann verið mikið úti á meðal fólks? sv. Já, en það var alls staðar töluð íslenska. Þú hefðir getað haldið að þú værir bara á Íslandi. Og það var, hjá okkur, alltaf töluð íslenska, á meðan þau lifðu og flestir í kringum okkur nema þegar var komið júkreinían fólk. En þá varð ég að tala við það. Það gekk einhvern veginn. sp. Hver kenndi þér að lesa svo, íslensku? sv. Íslensku? Mamma. Ég var búin að læra það áður en ég fór á skóla. Og eins dálítið, dálítið í reikningi og dálítið að skrifa. sp. Og þú hefur lesið þá alls konar bækur eða hvað? sv. Jájá, .....Mill (?) kom til okkar, hún var nú eins ..... flutti .... móðurfólkið mitt frá Riverton og, maður var svona.... ég tek sjálfsagt að það hafi verið töluð íslenska því að hún, þau voru svo fljót, hún var sex ára þegar hún kom til okkar ...... á íslensku ....... En svo eftir það fórum við að tala saman á ensku, á seinni árum og höfum lifað ......


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3874 EF
GS 82/14
Ekki skráð
Lýsingar
Tungumál
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn Traustadóttir Vigfússon
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
24.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.04.2019