SÁM 94/3863 EF

,

En hvað var með kjötmat og svoleiðis? sv. Áður en við fengum þessa kælir... hérna frystiskápa, þá söltuðum við kjöt, í krukkur bara, höfðum saltkjöt og svo sauð ég niður heilmikið af kjöti, setti í bara flöskur. Steikti og setti í flöskur og etti yfir það og geymdi það soleiðis. Steikt í flöskum og það var ágætt. Það sem við söltuðum ekki niður, það steikti ég bara og setti í flöskur. sp. En reyktuð þið eitthvað? sv. Já, já, Gunnar var mjög duglegur að reykja. Hann reykti bæði fisk og kjöt af öllu tagi. sp. Hvað notuðuð þið þá til að reykja við? sv. Gunnar notaði víðir mikið, víðir er góður til að nota fyrir, til að reykja með. Við notuðum víðir mest. sp. Það hefur ekki verið reynt að ná í sauðatað? sv. Neei, það var nú aldrei gert hérna. Við notuðum bara við, eik það var gott að reykja við eik. Eik og víðir notaði Gunnar mest. sp. Það hefur ekkert verið þurrkað kjötið? sv. Nei, við gerðum það – Indjánarnir gerðu það, við Íslendingarnir gerðu það aldrei. Við hertum bara fisk. sp. Datt ykkur aldrei í hug að prófa þetta þurrkaða kjöt? sv. Nei, það var skrítið, ég veit ekki af nokkrum lifandi Íslending sem hefur gert það. Ég veit bara að Indjánar gera það en ekki Íslendingar. En þeir notuðu mikið harðfisk, hertu fisk heilmikið og reyktur og ég bjó ævinlega hreint til blóðmör og slátur.... og lifrarpylsu, rúllupylsu... sp. Þú hefur haft það súrt þá, var það ekki? sv. Jú, jú stundum gerð ég bar aða gamni mínu að sýra slátrið og svoleiðis en annars bjó ég bara til, setti það í keppi og frysti það og sauð það svo bara jafnóðum. Ég hef meira að segja kepp niðrí kjallaranum. Ég get gefið þér slátur að borða ef þú vilt. Blóðmör. sp. Gerið þið þetta þá bara á haustin? sv. Við slátrum bara þegar við þurfum kjet. Það er sama hvort það er haust eða vor. Þetta er allt hægt að frysta nú og setja niður undreins og fara með það í kælihús og allt. Þetta er allt orðið svo þægilegt. sp. Hvernig var með þessa kælingu og geymslu á mjólk? sv. Við höfðum hérna úti höfðum íshús. Það var gryfja lengst oní jörðina og kassi innaní gryfjunni og utan um kassann settum við hefilspæni. Og höfðum ís og það entist alveg furðuvel, það entist allt sumarið. sp. Ísinn oní kassanum? sv. Já og geymdum rjómann og mjólkina þar úti. Alla mjólkina, barnspelana mína og allt geymdi ég þarna niðrá ísnum og það var alveg fínt, já, já.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3863 EF
GS 82/10
Ekki skráð
Lýsingar
Matreiðsla
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Margrét Sæmundsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
22.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 28.03.2019