SÁM 90/2295 EF

,

Kristján kammerráð á Skarði var mikill höfðingi. Hann átti fyrstur manna mótórbát, Blíðfara, og fór eitt sinn til Stykkishólms að kaupa vörur. Clausen var kaupmaður þá. Fátækur barnamaður, Guðmundur, sem bjó á Narfeyri var á staðnum og vildi fá úttekt hjá Clausen en hann vildi ekkert láta hann hafa af því að hann skuldaði svo mikið. Kornpokar voru á búðargólfinu og Guðmundur sparkar í poka og það vellur eitthvað á gólfið. Þá verður Clausen reiður og skipar mönnum að taka Guðmund fastann. Guðmundur var heljarmenni og var ekki lengi að skella þessum tveimur mönnum. Hann tók á rás, kom niður að klöppunum þar sem Blíðfari liggur og stekkur um borð. Kammeráðið er þar og bannar mönnunum sem eltu Guðmund að fara niður í skipið. Hann siglir með Guðmund heim og gefur honum hestbagga af mat. Önnur saga af Skúla Magnússyni, föður Kristjáns. Hann var svo gjafmildur að hann gat ekkert aumt séð. Konan hans, Kristín Bogadóttir, var heldur föst. Skúli notaði skinnskó með rósaleppum sem inniskó. Einu sinni kom fátæklingur sem var illa gengur að bænum og Skúli tekur skóna sína og gefur manninum þá. Seinna fer konan að leita að skónum en Skúli segist hafa gefið þá. Kristínu var illa við það, fannst mikið að hafa gefið skónna og leppana. Magnús Ketilsson, faðir Skúla, var sýslumaður og var svolítið harður af sér. Fyrir kom að flökkufólk væri hýtt fyrir flakkið. Þegar Skúli var lítill grét hann alltaf þegar faðir hans var strangur við einhvern sem átti bágt. Þá bað móðir hans hann um að muna það ef hann yrði einhvern tíma yfirmaður að vera góður við fátæklinga


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2295 EF
E 70/41
Ekki skráð
Sagnir
Yfirvöld, flakkarar, gestrisni og fátækt
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jóhanna Guðlaugsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
12.05.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017