SÁM 89/1947 EF

,

Þegar heimildarmaður var um fermingu var hann oft að hjálpa sjómönnunum þegar þeir komu að landi. Halldór var formaður og talaði hann oft gáleysilega og var því trúað að það hefði verið honum að aldurtila. Eitt sinn dreymdi heimildarmann að Halldór og hans hásetar væru komnir heim til heimildarmanns í boð. Þá heyrðust miklar drunur líkt og í sjónum. Um nóttina fórst báturinn sem þeir voru á. Ekki þótti gott að dreyma peninga. Saur, óþrif og hestar voru taldir vera fyrir auði. Ef menn dreymdi að þeir væru að raka sig eða klippa var það fyrir einhverjum missi. Hjört dreymdi að það væri eitt sinn verið að raka hann og annað sinn verið að klippa og í bæði skiptin missti hann bát stuttu seinna. Fyrir frostaveturinn mikla dreymdi heimildarmann að hann hefði verið að drekka mikið hvítvín.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1947 EF
E 68/106
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar, fiskveiðar, slysfarir og veðurspár
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Valdimar Björn Valdimarsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.09.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Frh. af SÁM 89/1946 EF

Uppfært 27.02.2017