SÁM 89/2027 EF

,

Heimildarmann dreymdi að hún væri á Siglufirði. Hún var að ganga á götunni og sá langt í fjarska mann koma á móti sér. Maðurinn var fatlaður. Hann var á tveimur hækjum og með tvo gervifætur. Hann var með sítt hvítt hár og skegg og í gæruúlpu. Hann sló heimildarmann með hækjunni og við það vaknaði heimildarmaður. 30 árum seinna dreymdi heimildarmann að hún væri á gangi í Reykjavík. Sér hún þá sama manninn koma á móti sér. Hún ætlaði að hlaupa en það gekk ekki. Hann sló hana með hækjunni en heimildarmaður náði af honum hækjunni. Hann sló hana þá með hinni en hún náði henni líka af honum. Þá hné maðurinn í götuna og fór heimildarmaður heim. Heimildarmaður sendi dóttur sína út í búð að sækja tóbak og sagði hún henni að það lægi fatlaður maður í götunni og það hafði verið ekið á hann. Heimildarmaður fór til lögreglunnar og sagði sögu sína. Lengri varð ekki draumurinn. Einu sinni dreymdi heimildarmann að allir sem ættu að deyja ættu að fara í kirkju og deyja þar. Fannst henni sem að hún ætti að deyja og var komin í kirkjuna ásamt fleira fólki. Fólkið var allt frekar aðframkomið og aumt. Hún strauk úr kirkjunni og fór á vandræðabarnaheimili en þaðan strauk hún líka og fór niður á Hverfisgötu. Lögreglan náði henni og var hún sett í tugthúsið. Manstu á heiðinni heima; er vísa sem að heimildarmaður spilaði í fangelsinu.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/2027 EF
E 69/8
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sumarlína Dagbjört Jónsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
28.01.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017