SÁM 91/2465 EF

,

Sögn um sjóskrímsli. Þórarinn Guðmundsson bjó á minnstu jörðinni í Dynjanda, hún liggur að sjó. Silungsveiði mikil og var þar mikil selveiði áður fyrr. Sögnin gerðist um 1910. Á sunnudagsmorgni sá Þórarinn busl mikil og boðaföll við eyri þarna út við sjóinn. Honum datt í hug að þarna væri hrefna eða hvalur, en sér eftir nokkurn tíma skepnu koma upp úr sjónum sem rekur hausinn upp og tvær kryppur koma upp þar fyrir aftan. Hann taldi þetta vera 6-8 faðma langt. Hann sagðist hafa horft á þetta í um 20 mín og skepnan hafði verið í svona 100 faðma fjarlægð. Skepnan synti á mjög hægri ferð. Hann taldi að þetta væri skepna sem hann hefði aldrei séð fyrr. Þessi maður var mjög sannorður og sagði ekki nema það sem honum þótti rétt


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 91/2465 EF
E 72/26
Ekki skráð
Sagnir
Sæskrímsli
MI F420 og tmi r501
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón G. Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
19.04.1972
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017