SÁM 89/1955 EF

,

Draumar fyrir veðri. Mest var dreymt á undan stórhríðum, hláku og hafís. Á undan hafís dreymdi menn skipaflota á sjó. Jakob dreymdi að skipafloti stefndi inn Skagafjörð fyrir frostaveturinn mikla. Heimildarmann hefur einnig dreymt skip á hafi fyrir ísavetrum undanfarið. Brjálaðir menn voru fyrir hríðarbyl. Rauðir hestar voru fyrir góðu veðri. Því hraðara sem þeir fóru yfir og því meiri gæðingar sem þeir voru því meiri varð hlákan. Veturinn 1920 dreymdi heimildarmann að til sín kæmi maður og sagði hann honum að Pétur kæmi og riði á rauð sínum. Það gekk eftir að hláka kom. Gott kaffi var fyrir góðu veðri. Brennivín var fyrir hláku. Nafnið Sigurveig þýddi einhver sigur.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1955 EF
E 68/112
Ekki skráð
Sagnir
Draumar og veðurspár
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Kolbeinn Kristinsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
30.09.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017