SÁM 93/3751 EF

,

Egill Ólafsson segir frá Gísla Finnssyni sem bjó á Naustabrekku skömmu eftir aldamótin 1900; Jón Hafliðason kom að Naustabrekku til að kaupa fé og Gísli sendi syni sína eftir fé; þeir komu með færri kindur en Jón hafði búist við; hann tekur þó eftir því hve féð er vamblítið og hefur orð á því við Gísla; þá segir Gísli: „Já allt er það mör á hlíðinni.“ Gísli fluttist síðar norður í Arnarfjörð og fór að búa á Fossi í Suðurfjörðum sem kallað er; þar er hann búandi þegar þjóðvegurinn er lagður í Arnarfirði; mælt er fyrir veginum að hann fer í gegnum mitt túnið hjá Gísla, og er hann mjög óánægður með það; þegar vegavinnan er komin að túnfætinum hjá Gísla vill svo illa til að ámokstursvélin brotnar og verður ónothæf og annar bíllinn og jarðýtan líka; vegavinnan stoppaði því heilan dag; Bragi Thoroddsen sem þá var vegavinnuverkstjóri taldi þá að Gísli, sem talinn var fjölkunnugur og síðasti galdramaðurinn í Arnarfirði, hefði átt einhvern þátt í því að svona væri komið; Jón Víðis (sem hafði mælt fyrir veginum) og Bragi Thoroddsen fara og ræða við Gísla, sem segir að það komi sér ekki á óvart að vinnan hafi stöðvast og þeir eigi eftir að finna betur fyrir því ef þeir leggi veginn í gegnum túnið hans; Jón mældi þá fyrir nýjum vegi fyrir neðan túnið á Fossi þar sem vegurinn liggur nú.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 93/3751 EF
MG 71/6
Ekki skráð
Sagnir
Galdramenn, galdrar, vegagerð og sauðfé
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Egill Ólafsson
Magnús Gestsson
Ekki skráð
Ekki skráð
1971
Hljóðrit Magnúsar Gestssonar
Engar athugasemdir

Kristín Anna Hermannsdóttir uppfærði 18.06.2018