SÁM 90/2294 EF

,

Sunndals-Helga var munaðarleysingi sem var komið fyrir á Sunndal í Strandasýslu. Þá var oft farið illa með þessa aumingja sem engann áttu að. Bóndinn var hörkukarl. Eitt sinn vantaði eitthvað af kindunum. Það var leiðindaveður og bóndinn sendir stelpuna að finna það sem eftir var af fénu. Stelpan kvartar um kulda og treystir sér ekki til að fara en bóndinn skipar henni að fara. Hún fer en verður úti, hún króknaði, veðrið var slæmt og hún var illa klædd. Líkið fannst og var sett í útihús sem var til siðs þá. Þegar bóndi ætlar að fara að sofa þá kemur hún og ásækir hann. Þá stekkur hann upp og fer út í útihúsið, tekur svipu og ber líkið allt. Eftir þetta fylgir Sunndals-Helga honum og hans ættingjum


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2294 EF
E 70/41
Ekki skráð
Sagnir
Nafngreindir draugar, ættarfylgjur og niðursetningar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jóhanna Guðlaugsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
12.05.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017