SÁM 94/3859 EF

,

Ég ætla að byrja á að spyrja hvenær og hvar þú fæddist, svo ég hafi það. sv. Já, ég man það. Ég er fædd í Vopnafirðinum, tuttugast október átján áttatíu og átta. sp. Og foreldrar þínir, hvaðan eru þeir ættaðir? sv. Þeir, þau, móðir mín var eiginlega ættuð úr Mývatnssveitinni, ég get nú varla sagt mikið um hana, ætt hennar, foreldra hennar. En faðir minn var Vopnfirðingur. Hann var, hann bjó þar, hann var – móðir mín var seinni konan hans. Hann bjó alltaf held ég í Vopnafirðinum. sp. Hvernig stóð svo á því að þið ákváðuð að koma hingað vestur? sv. Það var fyrir það, að það fraus alveg upp, svoað það var ekkert líf fyrir neina, það mátti til að flýja burtu um hávetur. Það var engin björg, það gat enga björg sér veitt. að var svo mikið harðæri og sjórinn og allt fraus og það mátti til að fara bara. Að var ekki, útilitið var svoleiðis að það mátti fara. sp. Hvenær var þetta? sv. Átjánáttatíu og níu. Ég er fædd átján áttatíu og átta. ((Dóttir: Varstu ekki fjegra ára?)) ég kom hingað, ég var þá tveggja, ég var meira, nítíu og tvö, við höfum komið nítíu og tvö, nítíuog tvö já. sp. Og hvar settust þið að þegar þið komuð? sv. Við settumst að hér, það var stansað í stuttan tíma í Winnipeg. Pabbi minn átti frænku þar en það var ætlast til þess að það færi onað Gimli og það varð. en það varð enginn stans nema rétt fáa daga. Og farið beint onað Gimli. Þar settustum við, urðum þar í fjögur eða fimm ár. Svo fórum við útá land, tvær og hálfa mílu suður af Gimli – sem var keypt. Ég átti hálfbróðir. Hann var með okur. Hann heitir Björn og hann eiginlega keypti þetta land og það var kallað Mýrar. Við fórum þangað og vórum þar mörg ár. Pabbi minn dó þar eftir fjögur ár en svo fór fólk svona að vinna fyrir sér og fara burtu svo það. En móðir mín var nokkuð lengi, nokkuð mörg ár þarna á landinu, bjó þar. Ég man ekki, hvunær fór hún að Gimli? Ég man ekki hvaða ár. Ég hef verið tólf, líklega þrettán ára þegar við fórum, þegar ég fór fyrst frá Gimli, þá fór ég til systur minnar, hálfsystur minnar, sem átti heima í .... Ég var þar, átti að læra að fara á skóla, fór á skóla, átti að;- En það heppnaðist nú ekki vel því ég fékk mislinga svo ég mátti til að hætta við skólagönguna þar og fara heim. Ég var mikið hjá þeim í ..... (Pottage)? þeim hjónum, hálfsystir mín. Mamma var seinni konan hans pabba ´míns og það var drengur og stúlka, Stefanía og Bjarni, fyrri konu börnin hans.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3859 EF
GS 82/9
Ekki skráð
Lýsingar
Vesturfarar og æviatriði
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Rúna Árnason
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019