SÁM 89/1827 EF

,

Bræður í Selvogi fundu sjórekið lík þegar þeir voru að fara á milli bæja til að spila en björguðu því ekki undan sjó. Þeir voru taldir miklir afreksmenn og duglegir. Þeir sögðu frá því að þeir hefðu fundið þetta og var leitað af þessu en ekkert fannst. Seinna fóru þeir bræður aftur til að spila og fóru þeir sömu leið og áður. Þegar þeir koma að svipuðum slóðum og þeir fundu líkið þá verða þeir varir við eitthvað sem að vill ganga í veg fyrir þá. Þeir komust þó framhjá þessu. Seinna fer annar bróðirinn einn sömu leið og mætir hann þessu þá aftur. Aðsóknin er hörð en hann náði að verjast þessu við illan leik. Haustið eftir fór sami bróðirinn í ferð en kom ekki heim aftur og þá fannst hann dauður í fjörunni á svipuðum stað og líkið fannst.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1827 EF
E 68/30
Ekki skráð
Sagnir
Reimleikar og sjórekin lík
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þjóðbjörg Jóhannsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
23.02.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017