SÁM 89/1763 EF

,

Heimildarmaður hafði gaman af því að hlusta á sögur af huldufólki. Maður heimildarmanns og tengdafaðir voru eitt sinn að koma inn úr kaupstað og þegar þeir komu fram fyrir Myrká rétt við Háafjall. Sáu þeir ljós þar. Þeir horfðu á þetta lengi og hvarf síðan ljósið. Töldu þeir þetta vera ljós hjá huldufólki. Þegar þeir voru að fara yfir Myrkána sáu þeir hvar tveir menn komu sunnan megin Myrkárinnar og stefndu að gljúfri í ánni. Þeir hurfu hjá gljúfrunum og komu yfir ána hinummegin. Töldu þeir þetta vera huldufólk þar sem þarna var illfært yfir.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1763 EF
E 67/208
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni, huldufólk, huldufólksbyggðir, huldufólkstrú, sagðar sögur, ferðalög, ferðir huldufólks, staðir og staðhættir, verslun og ljósfæri
MI F200 og mi f210
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ásdís Jónsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
22.12.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017