SÁM 94/3859 EF

,

Hvernig var með málið heima hjá þér, lærðir þú ensku fljótlega? sv. Já, við lærðum ensku. Það var nú, skólinn var nú barasta á veturna hér útum byggðirnar og við lærðum ensku dálítið en það mátti nú til fyrst að tala við okkur íslenskuna en við lærðum enskuna dálítið og sérstaklega fyrir mig af því að ´g fór þarna alveg burtu frá foreldrum mínum og alveg meðal hérlends fólks, þá lærði ég náttulega mikið fljótar enskuna. Ég var þar með þeim í þrjú ár, meira og minna. sp. Hvernig gekk þér þá að halda við íslenskunni? sv. Ó, það hafa aldrei verið nein vandræði fyrir mig að halda við íslenskunni. Ég hef alltaf verið með Íslendingum, meira og minna og aldrei nein ástæða fyrir mig að hætta að tala íslenskuna. Ég hef farið nokkuð víða en það hefur alltaf verið meðal Íslendinga meira og minna. sp. Manstu hvernig foreldrar þínir lærðu ensku? sv. Enskan var kennd á skólanum, við lærðum dálítið svoleiðis þó að við töluðum ekki mikið þá lærði maður nú, ja það var, átti að kenna okkur enskuna, það var aðallega:- sp. En foreldrar þínir? sv. Mínir, þeir gátu aldrei lært enskuna, nei, þau gátu ekkert, þau gátu rétt bjargað sér, yes og no. Nei, faðir minn dó líka, hann dó, ég hef ekki verið nema tólf ára þegara hann dó. Það var náttulega alltaf töluð íslenska á heimilinu, aldrei orð á ensku talað heima hjá okkur. En skólinn hérna fyrst var bara á veturna. Það var enginn sumarskóli haldinn þá. Þetta var erfitt, maður þurfti að ganga langt. sp. En lærðir þú að lesa og skrifa á íslensku heima hjá þér? sv. Já, alveg. sp. Hver kenndi þér það? sv. Móðir mín. Við lærðum það öll sömun að skrifa á íslensku. sp. Manstu hvaða bækur hún var með? sv. Já, það var; Það hafði, það var nú það sem það reyndi að útvega sér, það var bækurnar því að það, okkur Íslendinga hefur aldrei vantað, eða hefur haft bækur. Það hefur verið verið fjarskalega gefið fyrir bókalestur, álít ég. Þó að það væru ekki nema lítil kver sema við hefðum þá vórum við að lesa þetta og læra bæði vísur og svoleiðis, krakkarnir, heima hjá mér, fjarska mikið af því. sp. En eftir að þú varðst eldri, hefur þú lesið svolítið á íslensku? sv. Ójá, ég hef lesið íslenskuna alveg, mikið mikið. sp. Hvað ertu að lesa? sv. Ég les bæði sérðu sögubækur og svona ýmislegt, en ég það er nú kannski ekki mikill fróðleikur í sumu af þessu sema maður er að lesa. Ég hef fjarskalega gaman af Íslendingasögunum. sp. Lestu þær mikið? sv. Ég gerði það, ég hef ekki lesið núna um tíma, ég gerði það. Það var ekki annað, fyrst sem að ég man eftir vóru gömlu Íslendingasögurnar og við urðum krakkarnir að læra, lærðum alveg íslenskuna á því, af því að það hafði þessar gömlu bækur. Kvæðabækur og svoleiðis. Við lærðum þetta allt utanbókar. sp. En hefurðu lesið þá sem eru að skrifa á Íslandi á þessari öld, Halldór Laxness...? sv. Ég reyni að fylgjast með doltið Íslandsfréttunum því ég næ alltaf í blöð frá Íslandi. sp. Hvaða blöð eru það? sv. Það eru, það sema er sent hingað á heimilið, Vísir og Morgunblaðið, það kemur alltaf hér. Ég hef alltaf gaman af því að fylgjast með. Ég er búin að fara heim einum þrisvar sinnum, Lilja? Búin að fara heim til Íslands, ég átti þar:- sp. Hvenær var það? sv. Fimmtíu og átta, sextíu og fjegur, hún fór með mömmu mína (Lilja dóttirin svarar). sp. Hvernig gekk þér að skilja íslenskuna þar? sv. Það voru nú ekki vandræði, nei ég; Það sem ég heyrði alltaf: „Hvernig geturðu haldið við íslenskunni svona, kona?“. Þetta heyrði ég oft; Oft sagt við mig. Þeim fannst barasta að ég tala ágæta íslensku. Ég verða segja, ja. Það er að minnsta kosti, ég hef ekki talað íslenskuna, hún er kannski ekki alveg rétt maður talaði aldrei annað en íslensku, krakkarnir, sérðu, á heimilunum, nei. sp. En hvernig var með börnin þín, þegar þú varst komin með heimili? sv. Já, það var alltaf verið að tala, alltaf mikið meira á íslensku heldren ensku á mínu heimili, alltaf. sp. En vildu þau ekki breyta svoldið yfir í ensku? sv. Þaug, þaug hafa alltaf talað íslensku við mig en þeim finnst þau ekki tala vel. Þau, ef þau kæmu hérna núna og ég segði þeim að fara að tala íslensku, þá myndu þau ekki þora að tala íslenskuna fyrir framan þig. Tilamynda, fólk sema hefur við á því, sjáðu, en krakkarnir allir hafa lært íslensku, mínir krakkar, þau töluðu öll sömul íslensku.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3859 EF
GS 82/9
Ekki skráð
Lýsingar
Tungumál
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Rúna Árnason
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019