SÁM 93/3745 EF

,

Þorsteinn á Jörfa segir frá því þegar hann var sendur frá Hamrendum suður að Hvassafelli í Norðurárdal árið 1910 eftir hálfri nautshúð sem átti að nota í skó; hann kom við á Breiðabólstað og þegar hann fer þaðan er farið að bregða birtu; þar sem hann kemur niður til móts við Bjarnarfoss heyrir hann ókennileg hljóð, eftir því sem hann færir sig neðar heyrir hann hljóðin skýrar; tík sem var með honum tekur sprett að fossinum og horfir niður í gljúfrið; þar heyrast þessi hljóð sem samkvæmt Þorsteini líktust ekki neinu sem hann hafði heyrt áður; mikil hræðsla grípur Þorstein og hann tekur sprettinn í burtu frá hljóðinu; hann segir að hljóðið hafi verið einna líkast því þegar fálki veinar mest eftir að hafa drepið rjúpu; hann hafði heyrt það að þarna í Bjarnarfossi væri útburður; þetta voru skerandi há hljóð með hrinum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 93/3745 EF
MG 71/3
Ekki skráð
Reynslusagnir
Útburðir og fossar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þorsteinn Jónasson
Magnús Gestsson
Ekki skráð
Ekki skráð
1971
Hljóðrit Magnúsar Gestssonar
Engar athugasemdir

Kristín Anna Hermannsdóttir uppfærði 13.06.2018