SÁM 93/3745 EF
Þorsteinn á Jörfa segir frá því þegar hann var sendur frá Hamrendum suður að Hvassafelli í Norðurárdal árið 1910 eftir hálfri nautshúð sem átti að nota í skó; hann kom við á Breiðabólstað og þegar hann fer þaðan er farið að bregða birtu; þar sem hann kemur niður til móts við Bjarnarfoss heyrir hann ókennileg hljóð, eftir því sem hann færir sig neðar heyrir hann hljóðin skýrar; tík sem var með honum tekur sprett að fossinum og horfir niður í gljúfrið; þar heyrast þessi hljóð sem samkvæmt Þorsteini líktust ekki neinu sem hann hafði heyrt áður; mikil hræðsla grípur Þorstein og hann tekur sprettinn í burtu frá hljóðinu; hann segir að hljóðið hafi verið einna líkast því þegar fálki veinar mest eftir að hafa drepið rjúpu; hann hafði heyrt það að þarna í Bjarnarfossi væri útburður; þetta voru skerandi há hljóð með hrinum.
SÁM 93/3745 EF | |
MG 71/3 | |
Ekki skráð | |
Reynslusagnir | |
Útburðir og fossar | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Þorsteinn Jónasson | |
Magnús Gestsson | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
1971 | |
Hljóðrit Magnúsar Gestssonar | |
Engar athugasemdir |
Kristín Anna Hermannsdóttir uppfærði 13.06.2018