SÁM 88/1542 EF
Sagt frá Einari og Heiðmundi Hjaltasonum. Einar bjó í Vík og Heiðmundur bjó á Norðurgötum. Þetta voru sérkennilegir menn. Heiðmundur hafði það orð á sér að nefna menn öðrum nöfnum en þeir hétu. Heiðmundur fór í lestarferði til Reykjavíkur og verslaði fyrir sig og aðra. Þegar hann kom úr Reykjavík hitti hann Einar og sagði honum að gamli djöfullinn bæði að heilsa honum og bæði hann að senda sér skó á andskotans vondu löppina. Einar svaraði: „Já guð blessi hann karltetrið, er hann lifandi ennþá?”Einu sinni var hann á ferð að sunnan og kom heim til heimildarmanns. Hann hafði gist á Kotsströnd. Hann sagði að sér hafi liðið vel nema rúmið var of stutt, hann hefði þurft að höggva af sér hausinn og lappirnar til að líða vel. Hann var frekar klúr og ljótur í orðbragði
SÁM 88/1542 EF | |
E 67/57 | |
Ekki skráð | |
Sagnir | |
Kímni , ferðalög og tilsvör | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Magnús Jónsson | |
Hallfreður Örn Eiríksson | |
Ekki skráð | |
21.03.1967 | |
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar | |
Engar athugasemdir |
Uppfært 27.02.2017