SÁM 90/2209 EF

,

Draumar fyrir veiði og veðri, afla og fleiru. Menn voru draumspakir. Heimildarmann dreymdi helst fyrir veðri og aflabrögðum. Einu sinni um vetur dreymdi hann að hann væri að vaða milli jaka í vatni. Hann taldi þetta vera fyrir því að hann myndi veiða mikið. Hann fór þangað og veiddi 110 silunga á einum degi. Oft dreymdi hann fyrir veðri hvern dag. Ef hann ætlaði eitthvað gat hann vitað hvernig veðrið yrði. Silungur var fyrir snjókomu og illviðri á sumrin. Oft var erfitt að ráða draumana. Mikið kjöt var fyrir afla sem og kartöflur. Það var fyrir illu að dreyma kvenfólk. Venjulega var það fyrir stormi og slæmum sjó. Menn fóru dálítið eftir draumum. Menn hættu ekki við að róa þótt að þeim hefði dreymt illa.


Sækja hljóðskrá

SÁM 90/2209 EF
E 70/2
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, fiskveiðar og veðurspár
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Vilhjálmur Magnússon
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
09.01.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017