SÁM 90/2151 EF

,

Höfðabrekku-Jóka var afturganga. Hún slóst í fylgd með fólki og reið þá greitt. Einu sinni var skyggn maður í útreiðartúr með öðrum og var farið að tala um að það væri farið greitt en maðurinn sagði að þó riði Jóka hraðast á sínu tryppi. Einu sinni voru tvær stúlkur látnar vaka yfir kú sem var að bera. Þær sátu uppi á lofti og fór önnur þeirra að tala um það hvernig þeim yrði við ef að Jóka kæmi þarna. Þá sletti Jóka hrömmunum upp á skörina og endurtók þá hin stúlkan hressilega orð hinnar stúlkunnar. Við það fór Jóka.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2151 EF
E 69/97
Ekki skráð
Sagnir
Nafngreindir draugar , búskaparhættir og heimilishald og útreiðar
MI E421.1.1
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Einar J. Eyjólfsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
06.11.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017