SÁM 88/1502 EF

,

Bílstjóri einn var að keyra til Grindavíkur að kvöldi til frá Reykjavík. Hann var einn í bílnum en þegar hann kom að Grindavíkurveginum kom maður að bílnum og vildi hann fá að koma inn. Tók bílstjórinn hann upp í en þegar hann kom að hrauninu var hann ekki lengur í bílnum. Fleiri hafa orðið varir við þennan draug. Árið 1902 strandaði togari fyrir utan Grindavík og fórst öll áhöfnin. Nokkru seinna var heimildarmaður beðinn um að leita að böggli með fólki en varð síðan að fara einn heim og þegar hann kom að strandstaðnum datt hann. Varð hann ekki var við neitt þarna en átti von á því samt. Líkin fundust öll nema eitt.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1502 EF
E 67/30
Ekki skráð
Sagnir og reynslusagnir
Afturgöngur og svipir, slysfarir, nýlátnir menn, bíldraugar og skipströnd
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sæmundur Tómasson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
06.02.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017