SÁM 89/1988 EF

,

Ekki mátti veiða í ákveðinni tjörn á Núpi. Í henni var svolítil silungsveiði og var talið að huldufólk byggi þarna rétt hjá. Ekki mátti veiða í tjörninni því að því var trúað að fólkið sem það gerði yrði fyrir óhöppum. Gamall maður trúði þessu. Það kom nýr ábúandi á bæinn og hann átti syni sem að veiddu þar silunga. Næsta vor missti bóndinn nokkrar kindur og ekki var veitt þar framar. Eitt sinn voru börn að leika sér þarna við tjörnina og dreymdi þá móður þeirra að til sín kæmi reiðileg kona og sagði hún að eitt barnið hennar hefði handleggsbrotið barnið sitt. Upp frá því skyldi eitthvað óhapp verða á heimilinu. Barnið varð ólánsamt í lífinu.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1988 EF
E 68/134
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, huldufólksbyggðir, draumar, álög, vötn og hefndir huldufólks
MI F200, mi f210, scotland: f10, scotland: f137 og ml 6065
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Kristín Friðriksdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
30.10.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017