SÁM 88/1543 EF

,

Sagt frá Magnúsi Magnússyni í Skaftárdal (f. 1802). Hann átti bróður fyrir austan sem hét Sverrir og hann var afi séra Óskars Þórðarsonar. Magnús sagði eitt sinn að hann ætti svo margt ógert áður en hann dæi og var það m.a. að kaupa Höfðabrekku í Mýrdal. Hann gerði það og hvílir í kirkjugarðinum þar. Magnús var talinn ríkur maður og átti mikið af jörðum. Í Mýrdalnum fiskaðist mikið vegna tíðarfars og þá fékk hann sjávarafurðir í leigur fyrir jarðirnar. Magnús var mjög gestrisinn og skemmtilegur heim að sækja. Séra Brandur Tómasson var prestur í Meðallandsþingum og þótti gott að fá sér neðan í því. Það þótti ganga svo langt að biskup kom austur og átti að taka af honum kjólinn. Magnús gekk framfyrir og sagði á fundinum að ekki mætti kenna presti um þó hann fengi sér í staupi, heldur bændunum því þeir vildu skemmta sér með presti. Það yrði illa farið með sveitunga ef presturinn yrði tekinn af þeim og hætti biskup við að víkja séra Brandi frá kalli. Heimildir að sögunni.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1543 EF
E 67/57
Ekki skráð
Sagnir
Prestar , bæir , yfirvöld , gestrisni og ríkidæmi
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Magnús Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
21.03.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Frh. af SÁM 88/1542 EF

Uppfært 27.02.2017