SÁM 94/3857 EF

,

En þegar þú giftir þig, hættir þú þá að vinna úti? sv. Já, já. Maðurinn minn farmaði og hann hét Bjarni Jónsson – Jónsson var það. sp. Talaði hann íslensku líka? sv. Já, já full swing (?). sp. Og töluðuð þið alltaf saman á íslensku? sv. Alla tíð. sp. Hvernig var með börnin ykkar? sv. Ó, þau töluðu íslensku þangað til þau fóru á skóla. sp. Gleymdu þau því þá? sv. Well, nei, þau tala öll íslensku, já. Yngsti sonur minn, hann er þó nokkuð mikið yngri heldren yngsta dóttir mín, hann er fjórtán árum yngri en hún. Og ég var alltaf að segja honum núna fyrir fáeinum kvöldum, hann var hérna, að ég hafi alltaf haldið það úr því að ég fór að eiga hann, barn eftir svona mörg ár, að Guð hafi gefið mér hann tilsað hjálpa mér í ellinni. Svona er það skrýtið, hvernig manni dettur í hug. Og... því hann hefur sure gert það, verið góður drengur og hjálpa mér með allt sem ég þarf. Það er aldrei neitt sem ég bið hann sem hann ekki vill gera fyrir okkur. sp. Hvar búa þessi börn núna? sv. Well, ein stúlkan mín, hún býr í Edmonton og ein býr hérna á farmi – er eins og... well, I would say two and a half a mile south west. Þekkir þú nokkuð Ólaf Narfason? sp. Mér var sagt frá honum bara. sv. Það er konan hans, dóttir mín. Og hún er ósköp veik núna. Hún hefur krabbamein og það er sorglegt. Tvo drengi átti ég sem að dóu báðir ungir, annar drukknaði, hinn dó upp úr hjartasjúkdómi. sp. Drukknaði hann hér á vatninu þá? sv. Hann drukknaði í Hay-river, North-West Territories. sp.Var hann í vinnu þar eitthvað? sv. Já, hann fiskaði þar og dó þar. Var þar í mörg ár...


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3857 EF
GS 82/8
Ekki skráð
Lýsingar
Æviatriði og tungumál
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðríður Johnson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019