SÁM 85/276 EF

,

Það var eitt sinn er heimildarmaður var að koma heim með fé að hún hitti Jakob nágranna sinn. Hann sagði henni það að faðir sinn hefði heimt hrúta inn af Jökuldal og nefndi að þeir litu vel út og væru úti í Hrútaklauf í Skerslunum. Ákváðu þau að fara og líta á hrútana. Skerslurnar eru há og mikil klettabelti og var því trúað að þar væru huldufólksbyggðir. Ekki fundu þau hrútana í Hrútaklauf og fóru þau því upp á Skerslurnar. Talið var að það væru jafnvel huldufólksþorp. Töldu þau sig sjá þar hús og ýmislegt í þokunni og myrkrinu. En þá heyrðu þau sagt með dimmum rómi: Eigum við að taka þau? Fannst þeim sem um tvo menn væri að ræða. Flýttu þau sér þá heim.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/276 EF
E 65/10
Ekki skráð
Reynslusagnir
Örnefni, huldufólk, huldufólksbyggðir, huldufólkstrú og húsdýr
MI F200 og mi f210
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ingibjörg Halldórsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
06.07.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017