SÁM 93/3749 EF

,

Magnús Jónsson á Ballará segir frá útburði; dag einn var hann á leið inn að Reynikeldu frá Ballará og þegar hann kemur að Reynikeldu er drengur þar sem spyr hvort hann hafi ekki heyrt í útburðinum, þeir hlusta og Magnús heyrir vælið; hann fær drenginn með sér að rannsaka þetta; þeir ganga á hljóðið og koma að staðnum þaðan sem Magnús taldi hljóðið koma; hann leggur eyrað að jörðinni, greiðir úr mosanum, grefur niður og rekur fingurinn ofan í hélupunkt þar sem er gat upp úr læk sem liggur þar undir, hélan myndaðist af loftþrýstingi sem kom upp af læknum; þarna benti hann drengnum á að útburðurinn væri, þaðan kom hljóðið; Magnús rekur staf sinn þangað niður og víkkar út gatið, eftir það heyrðist hljóðið ekki.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 93/3749 EF
MG 71/5
Ekki skráð
Reynslusagnir
Útburðir, heyrnir og draugar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Magnús Jónsson
Magnús Gestsson
Ekki skráð
Ekki skráð
1971
Hljóðrit Magnúsar Gestssonar
Engar athugasemdir

Kristín Anna Hermannsdóttir uppfærði 13.06.2018