SÁM 90/2146 EF

,

Blindur maður, Jón á Mýlaugsstöðum í Reykjadal sagði sögur. Jón var blindur frá barnsaldri en hann var þó mjög sjálfbjarga en það varð þó að fylgja honum á milli bæja. Frásögn Jóns á Mýlaugsstöðum í Reykjadal af séra Magnúsi Jónssyni á Sauðanesi og Guðrúnu Gísladóttur unnustu hans. Magnús var aðstoðarprestur og sinnti ýmsu fyrir prestinn. Eitt sinn fór hann út á Langanes að skíra barn og vakti Guðrún eftir honum. Hún fór út og sá að hann var að koma. Hún fór þá inn og gáði síðan að honum aftur en þá var hann ekki kominn. Hún gekk þá af stað og ætlaði hún að ganga á móti honum og kom þá einhver þúst á móti henni. Þetta var þá hann og var hann skríðandi. Hann gat varla talað en hún bar hann heimleiðis. Sagði hann henni að þetta væri eflaust af völdum gamla prestsins. Þannig var að hann hafði verið reiður Magnúsi fyrir að trúlofast Guðrúnu þar sem prestur átti sjálfur tvær dætur og ætlaði hann Magnúsi aðra þeirra. Magnús dó upp frá þessu og var hann jarðaður. Það var jafnvel talið að hann hafi dottið af hestinum. Guðrún gekk úr vistinni.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2146 EF
E 69/94
Ekki skráð
Sagnir og lýsingar
Prestar , utangarðsmenn , slysfarir , sagnafólk , sakamál og ástir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Pálína Jóhannesdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
23.10.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Frh. á SÁM 90/2147 EF

Uppfært 27.02.2017