SÁM 91/2465 EF

,

Um álagakotið Ós og slys ábúenda þar. Þórarinn bjó þar og hver maður mátti búa þar í 10 ár án þess að nokkuð gerðist. Hann átti heima þar aðeins lengur og menn töldu að eitthvað hlyti að fara að gerast vegna álaganna. Þessi Þórarinn átti nokkrar kindur og eina hryssu. Eitt vorið finnst hryssan mjög illa útleikin og litlu seinna fer féð allt eins og það sé rekið inn að Dynjanda og hiklaust yfir ána sem var mjög óvenjulegt. Þetta hélt áfram í um hálfan mánuð og mörg lömb drápust. Þetta var eins og það væri ósýnilegt afl sem ræki féð yfir ána. Börn hans fengu bæði berklaveiki og dóu úr því en það þótti ekkert grunsamlegt líkt og með dýrin. Hann flutti í burtu árið eftir


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 91/2465 EF
E 72/26
Ekki skráð
Sagnir
Álög, slysfarir, bæir og veikindi og sjúkdómar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón G. Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
19.04.1972
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017