SÁM 94/3857 EF

,

Hvað varstu með margar kýr sem þú mjólkaðir? sv. Ég man ekki. Ég hugsa að það hafi verið eins og sex kýr. Já, það voru ekki mjög margar kýr sem fólk hafði á þeim dögum. Fimm og sex kýr þótti bara gott. sp. Hvernig geymduð þið mjólkina? sv. Það var skilvindað og svo var rjóminn settur í kælihús. Það hafði íshús þetta fólk. Og mjólkin og smjerið og allt var farið með í þetta kælihús sem það hafði. Og maður þurfti að vera on the go alltaf að sækja þetta. Það var voðalega erfitt. En – það fann enginn til þess á þeim dögum. Það var allt svo erfitt anyway. Svo þegar að... þá þurfti maður að fara heim með rjóma fyrir einsog daginn. Maður tók aldrei mikið og (?) mjólk en ekki nema bara fyrir dinnerinn. Þá hefði það verið orðið súrt á kvöldin. Svo það var skilið og þá þurfti að sækja aftur. Og þetta gekk og gekk. Svo var skilvinduð mjólkin og gefin kálfum, það var skilvindað. Tekin frá barasta whole milk fyrir farminn svo fólkið hefði að drekka. En hitt var sett í kálfana og svínin. sp. En var búið til eitthvað meira úr mjólkinni? sv. Og skyr. sp. Þið hafið ekki gert osta neitt? sv. Ó, stundum en það tók svo langan tíma. Ég gerði það þegar ég var gift kona. Það tók nú ekki á löngu að ég gerði það til að gifta mig. Ég var bara sautján ára þegar ég gifti mig. sp. Hvernig gerðir þú við ostana? sv. Við settum hleypir í það og svo settum við þá á stóna og létum það volgna og þá var það mesa og osturinn. Það var eiginlega aldrei brúkað. Sumir settu það í (_______?) og pressuðu það – það var ósköp coarse, mér líkaði það aldrei. En mér líkaði mysuosturinn voðalega vel. En þú þurftir svo mikla mysu til að geta fengið eins og eitt quart af mysosti. Það tók anyway tvær fötur af mjólk. sp. En hvernig bjugguð þið til mysuostinn? sv. Svo síuðum við það, tókum hvíta ostinn frá, síuðum það einum þrisvar sinum því annars var osturinn svo sandy. En okkur líkaði það ekki. Við vildum hafa hann fínan. Svo við suðum þetta þangað til þetta var eiginlega ekkert orðið og þá settum við í það sykur og soldin rjóma. Í mysuna, við vorum búin að sía hitt frá. Svo það var mysuostur. Það var ekki mikið eins og tveir bollar sem maður fékk úr þessu, fullri fötu af mjólk. Það var varla vinnandi vegur. Þar sem að voru krakkar, því þótti þetta svo gott að það vantaði að éta það. sp. En smjör og svoleiðis? sv. Smjör strokkuðum við. sp. En voruð þið með strokka eins og á Íslandi? sv. bullustrokk, jú... sp. Þið hafið ekki verið með þessar fötur? sv. Nei, well líka. Það voru ekki allir sem áttu það því það kostaði peninga að kaupa það. Þeir voru dáldið dýrir. En hitt var búið til bara. Menn bjuggu það til bara og voru ýmsir kallar sem að bjuggu til þessa strokka og þeir voru góðir. Og maður gat ekki strokkað mjög mikið í einu, eins og fjögur pund en það var engva stund að far, no. sp. Manstu hvað kýrnar mjólkuðu mikið á þessum bæ? sv,. Ó, það var mismunandi. Við áttum eina belju, ég held ég hafi mynd af henni, hún var svo góð. Þegar ég skildi við farminn þá vantaði mig (?) að láta taka mynd af mér og þessari kú. Af því að hún var svo góð og þæg alltaf. Mér þótti vænt um hana svo við keyptum þessa ú af gömlum manni, það var Galísíumaður og hann sagði að kýrin væri ekki góð og hún mjólkaði tvisvar á dag alveg fulla stóra fötu eftir að hún bar og hélt þá nytinni líka really well. sp. Hvað voru þetta stórar fötur þá? sv. Ó, það voru vatnsfötur eins og maður.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3857 EF
GS 82/8
Ekki skráð
Lýsingar
Matreiðsla
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðríður Johnson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019