SÁM 94/3846 EF

,

En hvernig voru föt sem þið höfðuð hérna? Í hverju voru þið helst? sv. Mamma bjó, ég man vel eftir fyrsta eh, kót, sem ég fékk, sem var keypt, sema var keypt úr búð. Ég man vel eftir því. Ég held ég hafi verið máski tíu ára gömul. Mamma bjó til öll fötin okkar, allt. sp. Hún hefur saumað þetta heima eða prjónað? sv. Já, já og það var af því að fólkið mitt var fátækt. Það var ekki, voru ekki peningarnir tila fara út og kaupa. Hún saumaði úr gömlu, ég hafði frænku sema, eh, hún bjó í Winnipeg og hafði víst meira en við höfðum og það var alltaf að ((hann: Koma með)). já, það kom í pósti svona, bögglar frá henni, ég man að við, þegar ég var pínulítil. Ég man eftir því að, að þá var mamma að spretta upp og búa til föt á okkur. sp. Manstu t.d. hvernig föt þið höfðuð á jólunum? sv. Ég, við höfðum alltaf jólakjól, alltaf hreint, þegar ég var, alltaf til, mamma bjó þá alltaf til en það var alltaf eitthvað nýtt. sp. Það hefur verið kjóll og... sv. Já, alltaf kjóll. Ég m, maður var aldrei í svona... þegar við vorum litlar ((bendir á buxurnar sínar)). sp. Ekki heldur þegar þið voruð úti? sv. Nei, það var ekki til, þegar ég var pínulítil. Af því ég man ennþá hvað, þegar mamma bjó það til fyrst, overalls sem var kallað þá.... og bjó það til. Ég er viss um að ég var orðin tíu ellefu ára gömul. sp. En voru ekki stelpur í því sem voru að vinna úti, þær hafa ekki verið í pilsum eða kjólum? sv. Jú, þá, fyrir, þetta er, ég er að tala um. sp. Þó þær væru við útistörf? sv. Ég þekkti engar stúlkur sema voru, sema þurftu að vinna svona úti, ég, þú ert að tala um útí fjósi eða eitthvað svoleiðis? sp. Já, td. sv. Nei, ég þekkti enga sema, var í svoleiðis. Við vorum ekki úti, on a big farm.... En þetta, ég er að hugsa nítjántuttuguogfimm og, en svo fór nú að batna eftir, the depression on the nineteen thirty depression, þegar það var allt búið þá fór að...


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3846 EF
GS 82/3
Ekki skráð
Lýsingar
Fatnaður
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Chris Árnason
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
03.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 4.03.2019