SÁM 90/2088 EF

,

Frásögn af draumi. Einsetumaður átti heima í beitarhúsum. Hann var með kindur þar og ræktaði þar tún og girti þar. Hann átti líka hest. Hann var spaugsamur. Hann hét Sigfús og var af merku fólki kominn. Heimildarmaður rekur ættir hans. Hann dreymdi einu sinni að hann væri staddur á kaupfélagsfundi. Þar var margt fólki. Honum varð litið upp og sá þá ógurlegt ferlíki í loftinu yfir þeim og sýndist honum það vera steinhella. Það voru kaðlar í henni ofan frá. Hún var að síga niður og sá þetta einhver og kallaði upp. Datt einum manni í hug að syngja saman eitt lag á meðan þetta félli á það. Sunginn var 16. passíusálmur. Þá fannst honum þessu vera aflétt. Sigfúsi fannst hreppsnefndin leggja á sig of mikið útsvar og vera byrði á sér. Honum fannst mæta sér maður og spurði hann hvort að hann tæki eftir breytingum. Fóru þeir út fyrir bæinn að sjá þar líkneski af oddvita hreppsins. Áttu menn að kyssa á fætur þess. Sigfús var vandaður maður en hann hafði gaman af að gera grín að fólki.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2088 EF
E 69/51
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, búskaparhættir og heimilishald og ættarfylgjur
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Einar Pétursson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
30.05.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017