SÁM 89/1817 EF

,

Um Helgu Bárðardóttur. Hún var eins og vættur á Helgafelli. Þar vísaði hún fólki yfir fjallið. Ef menn sáu hana þurftu þeir ekki að kvíða því að þeir myndu ekki komast yfir. Hún lagði svo fyrir að hún yrði heygð í Helguhól. Það er grösugur fallegur hóll. Þarna voru smalakofar. Smala einn á Dunkárbakka dreymdi Helgu. Hann langaði að eignast hring sem hún var með á hendinni. Tók hann því reku og fór að grafa í hólinn. Valt þá gullhringur til hans úr haugnum. En hann sofnaði og dreymdi hann þá að Helga kæmi til hans og skammaði hann. Sagðist hún oft hafa passað féð fyrir hann. Hótaði hún honum öllu illu ef hann léti ekki hringinn á sinn stað aftur. Heimildarmaður segist oft hafa skáldað upp sögur fyrir börn um Helgu


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1817 EF
E 68/24
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni, fornmenn, draumar, fólgið fé, haugar og staðir og staðhættir
ML 8010, mi n500 og mi c523
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Kristján Helgason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
19.02.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017