SÁM 94/3876 EF

,

Hvernig er, talið þið saman á íslensku? sv. Á ýmist íslensku eða ensku, eða þá blandað saman. sp. Er það alveg sitt á hvað? sv. Já, en ef maður blótir þá er maður miklu kröftugri á íslensku heldur en ensku. sp. Finnst þér þá skipta máli hvað er verið að tala um? sv. Ja, ef við erum nú að reyna að ræða það sema gerist á þinginu í Manitoba eða sambandsþinginu þá vanalega bregðum við fyrir okkur enskuna, við erum ekki nógu fær í íslensku tilað ræða þau mál á íslensku. Það er ekki svoleiðis að þingmennirnir eru ekki færir að ræða neitt, á neinu máli. sp. Hvernig hefur verið með kosningar hér, hefurðu fylgst með þeim dálítið í sveitunum? sv. Jájájájá, það er ekki nærri eins mikill hiti í kosningunum nú einsog var fyrir pabba mínum og, og jafnöldrum hans. Og ekki síst afa mínum og jafnöldrum hans. Alveg eldheitir annaðhvurt íhaldsmenn eða, maður kallar það frjálslynda flokkinn, liberal, jájá. sp. Var þetta farið að mýkjast strax þegar þú varst farinn að? sv. Já, það var farið að mýkjast, nálægt því. sp. Var ekki verið að yrkja eitthvað um þetta samt? sv. Það hefur nú alltaf verið ort um kosningar. sp. Fékkst þú við það sjálfur? sv. Ja, það getur nú ekki heitið. Ég bý einstaka stöku um þá, fylkisstjórann og sambandsstjórann. sp. Manstu eftir þessu núna? sv. Nei, ég man nú ekki alveg með, það var andskoti sköruleg kona, Iona Campaniola, þingkona vestan frá British Columbia, og hún hafði eitthvað mikið við Loto a Canada að gera; En Joe Clark sem er foringi íhaldsflokksins, hann var ekki eins ánægður með það sema hún var að gera og fór að spyrja hana á þingi. Og hún hundskammaði hann í fáeinum mínútum svoleiðis að hann virtist bara allur saman síga saman og áður en hún var búin, var einsog hundur, snautaði burtu með rófuna milli fótanna. Og þá gerði ég nú vísu á ensku. So charming and stunning, but coming while running, her quarrel to earth to come out and lace, Iona...... right in his face????? Já, svona. – ég hef lesið Þjóðviljann núna í nokkur ár og það er bara tvö þrjú ár síðan að var einhver deila útaf Kröfluvirkjun, manstu eftir því? Nú, ég þekkti ekki nokkurn skapaðan hlut til. Og það er ekki neitt persónulegt við vísuna, sema ég, bara orðaleikur. En nafnið á manninum var bara svo þægilegt að grípa til þess til ljóðagerðar. Hvurnig er það nú, -Herra Jón í Kröflu kraflar, krækir prjóna öflin við, ríkisjón í stöflin staflast, stolnum krónum djöflum ver:???? sp. Þetta er Jón Sólness? sv. Jón Sólness. Eh, ég vil taka það fram að það er ekkert persónulegt þvíað ég þekkti aungvan. sp. Hvernig stóð á því að þú fórst að kaupa Þjóðviljann? sv. Björn Jónsson, keypti Þjóðviljann og sendi mér og svo höfum við keypt Þjóðviljann í félagi núna í, þrjú ár. En nú er Adolf Peterson búinn að gefast upp með vísnamálið og, - það var nú aðallega það semað—og Flosi Ólafsson. En það lítur út fyrir að hann sé að, í þann veginn að hætta líka og eftir það þarf ég ekki að sjá Þjóðviljann. Það er ekkert sem. sp. Nú, er Flosi að hætta líka? sv. Ja, það kemur ekki nema bara öðruhvoru frá Flosa, núna. sp. Það er eitthvað misjafnt svona. sv. Hann hafði grein vikulega, alltaf. Hann kemur, kemur dálítið við kaunin á nágranna sínum hahaha.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3876 EF
GS 82/15
Ekki skráð
Lýsingar og lausavísur
Tungumál og stjórnmál
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Brandur Finnsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
20.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.04.2019