SÁM 90/2245 EF

,

Saga af Þorleifi lækni í Bjarnarhöfn, skyldur heimildarmanni í móðurætt, heimildarmaður segist vera galdrakerling. Þorleifur var ekki göldróttur, var mikill hugvitsmaður. Þegar heimildarmaður var átta ára sá hún sjónir. Hún segir að það megi reiða sig á það að það séu til verur. Þorleifur yngri var giftur Amelíu Karólínu Hjaltalín, dóttur Hjaltalíns læknis. Í Bjarnarhöfn var það þannig að allt vinnufólkið svaf í torfbæ en fjölskyldan í fínu tréhúsi. Maddaman var alltaf að baka á kvöldin og laga ýmsa rétti. Gunna gamla (heimildarmaður), litla skjáta, vildi miklu frekar vera hjá maddömunni heldur en inni í hrútastíu þar sem strákarnir voru að kveðast á, og krakkarnir hennar og fleiri af bænum. Heimildarmaður er send að fara inn í skatthol að sækja gaffal. Þegar hún kemur inn í stofuna sér hún Þorleif heitinn, þar sem hann stendur við rúmið þeirra. Hún kallaði bara í hann og sagði honum ekkert að vera að hræða sig. Þá hvarf hann. Segist hafa séð aðra ljóta veru löngu seinna. Segir að það séu til misjafnlega góðar verur


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2245 EF
E 67/3
Ekki skráð
Reynslusagnir
Afturgöngur og svipir, galdramenn og skyggni
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðrún Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
04.01.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017