SÁM 90/2236 EF

,

Hundfiskar eða stökklar, menn óttuðust þá ekki mjög. Þeir stökkva svona laust við sjóinn. Eru höfrungar bara. Voru stundum notaðir bátar til að reka þá á land og þótti mikil búbót í þá daga. Þeir komu stundum í stórum torfum þegar síldin var að ganga. Menn reyndu að komast hjá því að fara á sjó á meðan á þessu gekk, en ekki þó vegna þess að stökklarnir áttu að granda bátunum. Mörgum illa við mjaldur. Það var fólk sem fór á bát í kaupstaðarferð. Mjaldurinn fylgdi alltaf bátnum, lá undir honum alla leið, tveggja tíma ferð. Heldur sig oft lengi á 2-3 faðma dýpi, syndir stundum með kviðinn upp. Kom nokkrum sinnum inn á Arnarfjörðinn. Mjög hægfara dýr og meinlaust. Sjaldan bregður mjaldran miði. Sumir vildu meina að hann gæti slegið bát og þóttust hafa heyrt sögur af því frá Breiðafirði, átti að hafa slegið bát í sundur og allir drukknað. Menn áttu að reyna að koma honum burtu frá bátnum. Er á stærð við hrefnu.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2236 EF
E 70/21
Ekki skráð
Lýsingar
Villt dýr og illhveli
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón G. Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.03.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017