SÁM 85/239 EF

,

Heimildarmaður var í Hveragerði um tíma og var með manni úr Reykjavík í herbergi. Frændi heimildarmanns, Unnar, bjó í Hveragerði og fór Steinþór að heimsækja hann. Unnar sagði Steinþóri frá því að hann hafi farið á miðilsfundi og orðið var við ýmislegt þar. Steinþór sagði herbergisfélaga sínum frá þessu sem sagði þetta vera hégóma. Daginn eftir sagði herbergisfélaginn við Steinþór að hann hafi dreymt skrítinn draum. Honum fannst hann vera kominn inn í stórt hús með stórum sal. Þar var svo bjart yfir öllu. Við aðra hliðina á salnum lá hópur af fólki og var bjart yfir öllu. Hinum megin í salnum lá annar hópur fólks og var það dökkt og leiðinlegt yfir öllu. Hann taldi þetta líklega vera vitrun, eitthvað sem studdi það sem Steinþór talaði um kvöldið áður.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/239 EF
E 66/32
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Steinþór Þórðarson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
18.08.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017