SÁM 89/1794 EF

,

Katanesdýrið: saga og viðhorf. Strákar í Skilmannahreppi bjuggu til sögu um Katanesdýrið í því skyni að hræða sýslumanninn. Þarna var stór tjörn og að henni lágu beitilönd. Strákar voru að smala og urðu varir við eitthvað kvikindi sem að heimildarmaður telur að hafi verið stór hundur. Þeir fóru labbandi en vildu frekar hesta og því gerðu þeir meira úr þessu heldur en var. Þeir þóttust hafa verið eltir og sögðu þeir öllum að þetta hafi verið ógurlegt skrímsli. Maður var fenginn til að skjóta skrímslið en hann sá aldrei dýrið. Skotbyrgi var búið til fyrir manninn.


Sækja hljóðskrá

SÁM 89/1794 EF
E 68/10
Ekki skráð
Sagnir
Vatnaskrímsli, óvættadýr, yfirvöld og skrímsli og furðudýr
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sigríður Guðjónsdóttir og Lúther Salómonsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
16.01.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017