SÁM 90/2274 EF

,

Sagnakonunni er mjög minnistætt, þegar hún sem barn fór til kirkju að Stóra-Núpi, en í þá daga voru kirkjuferðir ein helsta upplyfting fólksins. Hún sá bæði séra Valdimar Briem og Ólaf son hans og fannst það yndislegt. Prestfrúin bauð henni inn og gaf henni mjólk og kleinur og einu sinni gaf hún henni húfu af dóttur sinni. Sagnakonan fæddist út á túni í brekánstjaldi. Bærinn þeirra, að Brjánsstöðum á Skeiðum hrundi í jarðskjálftanum sumarið 1896. Hún var líka skírð úti á túni. Það var séra Brynjólfur á Ólafsvöllum sem sá um þá athöfn en hann var vinur foreldra hennar. Viðstaddir sátu á þúfnakollum. Á leið til Brjánsstaða týndi presturinn hempunni. Faðir sagnakonunnar fann svo hempuna úti í mýri, bandið sem hélt henni aftan við hnakkinn hafði losnað. Til viðbótar við jarðskjálftann geisaði fjárkláði um sama leyti. Í kjölfarið flutti fjölskyldan til Reykjavíkur, ferð sú var farin á hestum. Þá var sagnakonan á þriðja ári


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2274 EF
E 70/28
Ekki skráð
Sagnir , lýsingar og æviminningar
Prestar , kirkjusókn , náttúruhamfarir og jarðskjálftar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn Kristinsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
15.04.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017